Níu greindust innanlands með Covid-19 síðastliðinn sólarhring og voru fimm þeirra í sóttkví við greiningu. 186 eru nú í einangrun með virkt smit hér á landi og fækkar um tólf milli daga.

43 sjúklingar eru innlagðir á sjúkrahús vegna Covid-19 og fækkar um tvo frá því í gær. Áfram eru tveir sjúklingar á gjörgæsludeild.

Sjö farþegar greindust með Covid-19 á landamærum og bíða allir niðurstöðu mótefnamælingar.

948 innanlandssýni voru tekin síðastliðinn sólarhring og hafa ekki verið fleiri í viku. 253 landamærasýni voru greind í gær.

246 einstaklingar eru nú í sóttkví hér á landi og fjölgar um 26 milli daga. 880 eru í skimunarsóttkví.

Nýgengi innanlandssmita síðustu fjórtán daga heldur áfram að lækka og mælist nú 39,5 smit á hverja 100 þúsund íbúa, það lægsta í Evrópu.

Fréttin hefur verið uppfærð.