Níu flokkar ná mönnum inn á Al­þingi í komandi kosningum 25. septem­ber og að­eins fjórir flokkar fá meira en tíu prósent fylgi, ef marka má skoðana­könnum MMR fyrir Morgun­blaðið og mbl.is.


Þá tapa Vinstri græn mestu fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist með 6,1 prósentustiga minna fylgi en þá.
Sjálf­stæðis­flokkurinn mælist með 24,9 prósent fylgi og mynda bæta við sig manni á þingi. Fram­sóknar­flokkurinn mælist með 13,3 prósent og heldur sínum átta mönnum, Sam­fylking með 12,1 prósent og með sjö manns inni. Vinstri græn mælast með 10,8 prósent og myndu tapa fjórum þingsætum ef það yrði niðurstaðan.


Píratar mælast 9,8 prósent fylgi, Við­reisn með' 8,4 prósent og Sósíal­istaflokkurinn með 8,1 prósent.
Þá fengi Mið­flokkurinn 6,6 prósent, 4,3 prósentstigum minna en í síðustu kosningum og tapaði þremur sætum á þingi. Flokkur fólksins mælis með 4,5 prósent og næði ekki manni á þing.

Könnunina má sjá í Morgunblaðinu í dag.