Níu flokkar ná mönnum inn á Alþingi í komandi kosningum 25. september og aðeins fjórir flokkar fá meira en tíu prósent fylgi, ef marka má skoðanakönnum MMR fyrir Morgunblaðið og mbl.is.
Þá tapa Vinstri græn mestu fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn mælist með 6,1 prósentustiga minna fylgi en þá.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,9 prósent fylgi og mynda bæta við sig manni á þingi. Framsóknarflokkurinn mælist með 13,3 prósent og heldur sínum átta mönnum, Samfylking með 12,1 prósent og með sjö manns inni. Vinstri græn mælast með 10,8 prósent og myndu tapa fjórum þingsætum ef það yrði niðurstaðan.
Píratar mælast 9,8 prósent fylgi, Viðreisn með' 8,4 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 8,1 prósent.
Þá fengi Miðflokkurinn 6,6 prósent, 4,3 prósentstigum minna en í síðustu kosningum og tapaði þremur sætum á þingi. Flokkur fólksins mælis með 4,5 prósent og næði ekki manni á þing.