Níu börn, þar af ein níu mán­að­a göm­ul stúlk­a, lét­ust í stór­um á­rekstr­i á hrað­braut í Ala­bam­a er hit­a­belt­is­storm­ur­inn Clau­dett­e gekk yfir svæð­ið. Á­tján bíl­um lent­i sam­an á þjóð­veg­i 65 mill­i bæj­ann­a Gre­en­vil­le og Fort Dep­os­it í gær.

Auk barn­ann­a níu lést einn full­orð­inn í slys­in­u, fað­ir hinn­ar níu ára göml­u stúlk­u. Átta stúlk­ur sem lét­ust voru um borð í rútu á veg­um heim­il­is sem rek­ið er fyr­ir stúlk­ur sem hafa ver­ið yf­ir­gefn­ar eða beitt­ar of­beld­i. Sú yngst­a var fjög­urr­a ára göm­ul. „Við erum með mikl­a sorg í hjart­a. Fjöl­skyld­an okk­ar hef­ur misst mik­ið,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­u frá sam­tök­um sem reka heim­il­ið.

Fimm slös­uð­ust í á­rekstr­in­um en eng­inn al­var­leg­a að sögn Dann­y Bond, fóg­et­a í Butl­er-sýsl­u þar sem slys­ið varð. „Þett­a var hræð­i­leg að­kom­a. Þett­a er verst­a um­ferð­ar­slys sem ég hef á ævi minn­i séð,“ sagð­i hann í sam­tal­i við Re­u­ters.

Clau­dett­e hef­ur lagt fjöld­a heim­il­a í rúst og 24 ára gam­all mað­ur og þriggj­a ára dreng­ur lét­ust í út­hverf­i borg­ar­inn­ar Tus­ca­lo­os­a er tré féll á heim­il­i þeirr­a. Leit stendur yfir að mann­i sem tal­ið er að hafi sóp­ast burt í flóð­i í borg­in­i Birm­ing­ham.

Kay Ivey, rík­­­is­­­stjór­­­i Ala­b­­am­­­a, seg­­­ir að gær­dag­ur­inn hafi ver­ið sorg­­­ar­­­dag­ur í sögu ríks­­ins.