Innlent

Hand­tekinn eftir slysið á Reykja­nes­braut

Maður á fertugsaldri er í haldi lögreglu vegna fjöldaáreksturs á Reykjanesbraut í morgun. Hann er grunaður um að keyra undir áhrifum fíkniefna.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi. Reykjanesbrautin var lokuð í tvo og hálfan tíma í morgun Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa valdið tíu bíla árekstri á Reykjanesbraut í morgun. Maðurinn er jafnframt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur lögregla óskað eftir upplýsingum um svarta Suzuki Swift bifreið vegna rannsóknar málsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem auglýst er eftir myndskeiði af aksturslagi bílsins á Reykjanesbraut fyrir klukkan átta í morgun. 

„Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um háskalegt aksturslag ökumanns bílsins skömmu fyrir slysi,“ segir í tilkynningu á Facebook en í samtali við Fréttablaðið segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn það hafa verið „mildi að ekki fór verr“.

Lögregla fékk nokkrar tilkynningar á áttunda tímanum í morgun þar sem talað var um ofsaakstur bílsins og vítaverðan framúrakstur. 

Stuttu seinna mætti lögreglan bílnum á Reykjanesbraut ofan við hringtorg við Lækjargötu í Hafnafirði þar sem bíllinn var á fleygiferð. Hafði bílnum verið ekið á milli akreina á Reykjanesbrautinni og þar ekið á fjölda bíla. 

Einn var fluttur til aðhlynningar vegna minniháttar meiðsla, en bíll hans fór út af veginum og kastaðist til eftir árekstur við umrædda bifreið. Fjórir bílar voru fluttir af vettvangi með dráttarbíl, en fjöldi annarra kunna að hafa skemmst.

Lögreglan óskar eftir því að ná tali af hverjum þeim sem varð fyrir tjóni en hefur ekki þegar rætt við lögreglu. Eins óskar lögreglan eftir upptökum af aksturslagi mannsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skattamál

Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti

Skólamál

Tveggja og hálfs árs stúlka bíður þess enn að byrja á leikskóla

Stjórnmál

Miðflokkurinn tapaði tæpum 16 milljónum

Auglýsing

Nýjast

Segist þvinguð til að brjóta umferðarlög

Una veiði­þjófa­dómi en boða hörku fram­vegis

Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH

Flugfreyjur kjósa um vinnustöðvun

Samningaviðræður um Heklureitinn strand

Svíarnir segjast ekki hafa farið einn metra utan vegar

Auglýsing