Níu ára stúlka fannst látin við götuna Boston í Lincholns­hire í Bret­landi um kvöld­matar­leytið í gær. Stúlkan var stungin til bana og eru heima­menn eru sagðir vera í miklu upp­námi vegna málsins.

Sam­kvæmtDaily Mail hand­tók lög­reglan tvo ein­stak­linga vegna málsins í dag en stjórn­mála­menn í kjör­dæminu kölluðu eftir að­stoð ríkisins við leit að gernings­mönnunum.

Lög­reglan í Lincolns­hire segir ekki tíma­bært að birta nafn stúlkunnar enn sem komið er og stendur rann­sókn á morðinu enn yfir. Lög­reglan hefur hengdi upp tjald yfir öllum vett­vanginum í gær og hafa lög­reglu­menn sést koma úr tjaldinu með sönnunar­gögn í plast­pokum.

Hnífs­tungum í Bret­landi hafa verið að færast í aukanna síðast­liðna daga og sýna tölur frá Eng­landi og Wa­les að um tíu prósent aukningu er að ræa það sem af ári. Stúlkan mun vera annað barnið á stuttum tíma sem er stungið til bana en 12 ára barn var stungið til bana af táningi í Liver­pool í nóvember í fyrra.