Lucía, móðir hins níu ára gamla Pedro, er afar ó­sátt með flug­fé­lagið I­beria Express eftir að sonur hennar var til­neyddur til að sitja við hlið far­þega með kórónu­veiruna í flugi á leið til Kanarí­eyja. Þetta kemur fram í spænska miðlinum El Pais.

Fjöl­skyldan fékk ekki að sitja saman í vélinni og þurfti Pedro að sitja með 53 ára gömlum manni sem hafði farið í skimun nokkrum dögum áður. Skömmu fyrir flug­tak fékk maðurinn að vita að hann væri með CO­VID-19.

Þegar vélin lenti á Kanarí­eyjum tók heil­brigðis­starfs­fólk í hlífðar­búnaði á móti far­þegum vélarinnar og voru allir farþegar skimaðir fyrir COVID-19. Lucia og Pedro eru nú kominn í 14 daga sótt­kví ásamt 36 öðrum farþegum úr vélinni. Í sam­tali við El Pais segir móðirin farir sínar ekki sléttar eftir við­brögð flug­fé­lagsins og ætlar hún að leita réttar síns.