Níu ára drengur lést í Lan­cas­hire í Bret­landi í gær eftir að hafa orðið fyrir eldingu á fót­bolta­æfingu. Lög­regla segir drenginn hafa verið fluttan á sjúkra­hús eftir at­vikið en að hann hafi ekki lifað það af.

„Þetta er hrylli­legur at­burður og hugur okkar er með fjöl­skyldu og vinum unga drengsins sem lést, á þessum sorg­legu og til­finninga­þrungnu tímum,“ sagði lög­reglu­stjórinn Nick Conn­aug­hton. Lög­reglan segir málið enn vera í rann­sókn en talið er að elding hafi valdið dauða drengsins.

Fót­bolta­deildin sem notar völlinn sagði drenginn hafa verið á einka­æfingu þegar eldinguna laust niður. „Sem lið erum við harmi slegin og vottum fjöl­skyldu drengsins okkar dýpstu sam­úðar­kveðjur,“ sagði í til­kynningu frá Spi­rit of Youth.

Þá kvaðst liðið ætla að styðja við fjöl­skylduna og þá sem voru með drengnum þegar at­vikið átti sér stað. „Hvíldu í friði ungi maður.“