Ríkis­lög­maður Illin­ois-fylkis í Banda­ríkjunum hefur nú á­kært níu ára barn fyrir að hafa orðið fimm manns að bana í hjól­hý­sa­garði í Woodford sýslu Illin­ois. Þrjú börn undir þriggja ára aldri, karl­maður á fer­tugs­aldri og kona á sjö­tugs­aldri létust í elds­voðanum sem barnið er sakað um að hafa kveikt í apríl á þessu ári. Guardian greinir frá málinu.

Kyn barnsins og tengsl þess við þau látnu hefur ekki verið gefin út en svona ungt barn hefur ekki verið sakað um fjölda­morð frá því að mælingar hófust í Banda­ríkjunum árið 2006. Að sögn ríkis­lög­mannsins, Greg Min­ger, var það erfið á­kvörðun að kæra barnið fyrir morð en hann telur það þó vera nauð­syn­legt.

Ekki for­dæma­laust

Dánar­dóm­stjóri Woodford sýslu segir eldinn hafa verið kveiktan af á­settu ráði en verk­efni sak­sóknara mun nú verða að sanna að barnið hafi á­kveðið morðin fyrir fram. Á­kæran hefur verið harð­lega gagn­rýnd af um­boðs­mönnum barna sem telja að barn á þessum aldri hafi ekki þroskann til að á­kveða að fremja slíkan glæp.

Ef barnið verður sak­fellt gæti það átt von á skil­orðs­eftir­liti í alla vega fimm ár en sökum aldurs er ó­lík­legt að um eitt­hvað annað en skil­orðs­eftir­lit verði að ræða. Þar að auki er lík­legt að barnið muni þurfa sál­fræði­með­ferð. Þrátt fyrir að það sé sjald­gæft að börn undir tíu ára aldri séu á­kærð fyrir morð þá er það ekki for­dæma­laust en máli níu ára barns, sem sakað var að hafa myrt móður sína, var vísað frá í Michigan í síðasta mánuði.