Í gær voru níu einstaklingar með Covid-19 inniliggjandi á Landspítala. Þar af var einn á gjörgæslu.

Á vef Embættis landlæknis segir að Covid-tilfellum og dauðsföllum í kjölfar sjúkdómsins hafi farið fækkandi í heiminum, en á sama tíma hafi sýnatökum einnig fækkað. Enn sé þó yfirlýstur heimsfaraldur.

Hérlendis hefur yfir helmingur íbúa landsins greinst með Covid-19 en líklegt þykir að mun fleiri hafi smitast. Undanfarna daga hefur tilfellum fjölgað og greinast nú á bilinu 150-200 einstaklingar á hverjum degi.