Sam­tals þáðu 19.002 manns bólu­setningu á meðan tveggja vikna á­taki Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins stóð. Bólu­sett var 60 ára og eldri og boðið var upp á bólu­setningu gegn Co­vid-19 og in­flúensu. Nú þegar á­takinu er lokið færast bólu­setningar gegn bæði Co­vid-19 og in­flúensu á heilsu­gæslu­stöðvarnar.

„Á­takið gekk mjög vel og al­mennt var mikil á­nægja meðal þeirra sem komu með þjónustuna,“ segir í til­kynningu frá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins.

Sam­tals voru 13.125 skammtar af bólu­setningu gegn Co­vid-19 gefnir, en að­eins var boðið upp á örvunar­skammt fyrir þau sem voru með grunn­bólu­setningu fyrir.

Sam­hliða því var boðið upp á bólu­setningu við in­flúensu og gat fólk ráðið hvort það fékk bólu­setningu við öðrum eða báðum sjúk­dómunum. Alls voru gefnir 15.259 skammtar af bólu­efni við in­flúensu.

Eftir á­takið hafa átta­tíu prósent lands­manna yfir 50 ára aldri fengið að minnsta kosti þrjá skammta af bólu­efni og vel rúmur helmingur fólks á aldrinum 16 til 50 ára, þetta kemur fram til­kynningunni.

Þá segir einnig að um helmingur lands­manna 70 ára og eldri hafi nú fengið fjóra skammta og þriðjungur fólks á aldrinum 60 til 69 ára.

„Nú þegar bólu­setningar­á­takinu í Laugar­dals­höll er lokið færast bólu­setningar við bæði Co­vid-19 og in­flúensu inn á heilsu­gæslu­stöðvarnar. Fólk undir 60 ára aldri sem er með undir­liggjandi sjúk­dóma er hvatt til að hafa sam­band við sína heilsu­gæslu­stöð og kynna sér hve­nær hægt er að koma í bólu­setningu,“ segir í til­kynningunni.