Salah Abdeslam var í dag fundinn sekur um bæði manndráp og hryðjuverk fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásinni í París í nóvember árið 2015.

Abdeslam hafi verið lykilmaður í árásinni en 130 létust og hundruð særðust í sprengju- og skotárásum á börum, veitingastöðum, þjóðarleikvangi og Bataclan tónlistarhöllinni.

Alls voru nítján sakfelldir af þeim tuttugu sem voru ákærðir vegna árásarinnar. Refsing þeirra verður ákveðin síðar en saksóknari hefur óskað eftir því að Abdeslam verði dæmdur til lífstíðarfangelsis sem er afar sjaldgæft.