Hægt verður að fá bílinn með drif á einum öxli eða báðum en X-Trail kemur á sama CMF-C undirvagni og Qashqai. Að sögn Nissan er upptakið meira í ætt við raf bíl og er hann um átta sekúndur í hundraðið með framdrifinu. Miðað við blandaðan akstur eyðir bíllinn aðeins um 4,8 lítrum á hundraðið og CO2 er um 132 g/km. Með mótor á báðum öxlum verður hann 210 hestöfl og fer á sjö sekúndum í hundraðið, en sú útgáfa kallast e-4ORCE. Að sögn Nissan er e-4ORCE 10.000 sinnum sneggra að bregðast við en hefðbundið fjórhjóladrif sem þýðir betri aksturseiginleika.

Að innan verður 12,3 tommu skjár í mælaborði og einnig í miðjustokk, ásamt 10,8 tommu framrúðuskjá.

Einnig verður hægt að fá X-Trail með sömu 1,5 lítra bensínvélinni með mildri tvinntækni, en þannig er hún 161 hestafl og með CVT sjálfskiptingu. Sú útgáfa verður 9,6 sekúndur í hundraðið. Hægt verður að panta bílinn seinna í þessum mánuði en fyrstu eintökin verða afhent í október í Evrópu.