Fréttir

Nissan Leaf selst á 10 mínútna fresti

Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll Evrópu og þó svo allar gerðir tengiltvinnbíla séu meðtaldar er Leaf samt söluhæstur. Hann er auk þess söluhæsta eina bílgerðin í Noregi.

Nissan hefur ekki undan að framleiða nýja gerð Leaf bílsins og víða eru biðlistar eftir honum langir.

Nýrri og langdrægari gerð Nissan Leaf hefur verið einkar vel tekið og selst nú eintak af bílnum á 10 mínútna fresti. Í ár hafa selst 43.000 Leaf bílar bara í Evrópu. Ekki slæmt í ljósi þess að Nissan hóf sölu þessarar nýju gerðar í febrúar. Í Bandaríkjunum hafa selst 10.686 Leaf bílar á fyrstu 9 mánuðum ársins. 

Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll Evrópu og þó svo allar gerðir tengiltvinnbíla séu meðtaldar er Leaf samt söluhæstur. Hann er auk þess söluhæsta eina bílgerðin í Noregi. Nissan hefur ekki við að framleiða Leaf bílinn en Nissan keppist nú við að auka framleiðslu bílsins til að hafa uppí eftirspurnina og því má búast við því að salan verði enn meiri á næstunni. Mjög margar pantanir liggja fyrir hérlendis á nýjum Nissan Leaf og biðlistinn langur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Hand­­a­v­inn­­u­­kenn­­ar­­i fær ekki bæt­­ur eft­­ir ­­slys í kennsl­u­stof­u

Erlent

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

Spánn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

Auglýsing

Nýjast

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Egill í Brim­borg þjarmar enn að RÚV vegna Kveiks

Falsaði hæfni­próf til að fá flug­liða­skír­teini

Á­góði sýninga á Lof mér að falla til Frú Ragn­heiðar

Tvö bjóða fram til formanns BSRB

Auglýsing