Bíllinn er mikið breyttur frá hefðbundnum GT-R, eins og lækkað þak, endurhannaður loftflæðipakki, ný díóðuljós og afturvængur. Mælaborðið verður úr koltrefjum en annars er hann svipaður að innan og GT-R. Vélin er sama V6 vél og í GT-R og er 3,8 lítrar en kemur með stærri forþjöppum og millikælum, auk nýrrar innspýtingar og pústkerfis. Aflið er 710 hestöfl og togið 780 Newtonmetrar. Fjöðrunin verður frá Bilstein og er stillanleg.