Mikil ólga er í fjölda borga í Nígeríu eftir að lögreglusveitir skutu á mótmælendur. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að lögreglusveitir í Lagos hafi skotið tólf mótmælendur til bana í gær. BBC hefur eftir vitni að minnst tuttugu og fimm manns liggi í valnum.

Bæði herinn og ríkisstjóri Lagos þvertaka fyrir þetta og segja engan hafa látist í mótmælunum. Útgöngubann hefur verið sett á vegna mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í tvær vikur.

Mótmælin brutust fyrst út vegna hins svokalla SARS-teymis nígersku lögreglunnar sem var sett á laggirnar til að sporna gegn vopnuðum ránum. Beinast mótmælin að því að teymið hafi gengið of langt í þeirri baráttu og jafnvel framkvæmt aftökur án dóms og laga.