Val­garður Lyng­dal Jóns­son, sem leiddi lista Sam­fylkingar í NV-kjör­dæmi segir að um­boðs­maður Sam­fylkingar­listans í Norð­vestur­kjör­dæmi hafi sent erindi til yfir­kjör­stjórnar í kjör­dæminu og óskað skýringa á ýmsum at­riðum sem varði talningu og endur­talningu at­kvæða.

Val­garður segir í sam­tali við Frétta­blaðið það hans per­sónu­legu skoðun sína að niður­stöður endur­talningar hljóti að vera ó­gildar. Kjör­gögn hafi ekki verið inn­sigluð á milli talninga, heldur hafi þau staðið ó­vöktuð í sal á Hótel Borgar­nesi í nærri sex klukku­stundir á milli talninga. Inn í þennan sal séu fimm inn­gangar og síðast þegar hann hafi þarna hafi einn þessara inn­ganga verið vængja­hurð inn að eld­húsi hótelsins, ef hann muni rétt. Fleira mætti nefna.

„Yfir­kjör­stjórn Norð­vestur­kjör­dæmis ætti því að láta þá loka­niður­stöðu sem kynnt var snemma á sunnu­dags­morgninum gilda, a.m.k. þar til rann­sókn hefur farið fram eða þar til á­kvörðun verður tekin um það hvort endur­taka þurfi kosningar í kjör­dæminu,“ segir Val­garður.

„Mér er annt um heilindi hins lýð­ræð­si­lega ferlis, það er aðal­málið. Ég veit að þetta breytir engu fyrir mig eða út­komu Sam­fylkingarinnar í kjör­dæminu,“ segir Val­garður.