Valgarður Lyngdal Jónsson, sem leiddi lista Samfylkingar í NV-kjördæmi segir að umboðsmaður Samfylkingarlistans í Norðvesturkjördæmi hafi sent erindi til yfirkjörstjórnar í kjördæminu og óskað skýringa á ýmsum atriðum sem varði talningu og endurtalningu atkvæða.
Valgarður segir í samtali við Fréttablaðið það hans persónulegu skoðun sína að niðurstöður endurtalningar hljóti að vera ógildar. Kjörgögn hafi ekki verið innsigluð á milli talninga, heldur hafi þau staðið óvöktuð í sal á Hótel Borgarnesi í nærri sex klukkustundir á milli talninga. Inn í þennan sal séu fimm inngangar og síðast þegar hann hafi þarna hafi einn þessara innganga verið vængjahurð inn að eldhúsi hótelsins, ef hann muni rétt. Fleira mætti nefna.
„Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis ætti því að láta þá lokaniðurstöðu sem kynnt var snemma á sunnudagsmorgninum gilda, a.m.k. þar til rannsókn hefur farið fram eða þar til ákvörðun verður tekin um það hvort endurtaka þurfi kosningar í kjördæminu,“ segir Valgarður.
„Mér er annt um heilindi hins lýðræðsilega ferlis, það er aðalmálið. Ég veit að þetta breytir engu fyrir mig eða útkomu Samfylkingarinnar í kjördæminu,“ segir Valgarður.