Endur­taln­ing í Suð­ur­kjör­dæm­i skil­ar sömu nið­ur­stöð­u og áður. Það stað­fest­ir Þór­ir Har­alds­son, for­mað­ur yf­ir­kjör­stjórn­ar í kjör­dæm­in­u. Taln­ing hófst í gær­kvöld­i klukk­an sjö og lauk um mið­nætt­i.

Að sögn Þór­is voru um 35 manns að telj­a um 2.500 bunk­a af at­kvæð­um.

„Þett­a gekk vel en mað­ur velt­ir því fyr­ir sér að það eru fáir sem skilj­a um­fang svon­a taln­ing­ar. En það er erf­itt að koma því á­leið­is. Ég á­ætl­að­i í morg­un að við höfð­um með­höndl­að um 2.500 bunk­a af at­kvæð­um. Þann­ig þett­a er flók­ið,“ seg­ir Þór­ir í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

Hann seg­ir að í sam­ræm­i við taln­ing­un­a þá hald­i nið­ur­stað­an og þeir þing­menn sem kynnt­ir voru sem jöfn­un­ar­þing­menn í kjöl­far end­ut­aln­ing­ar því enn þing­menn. Það eru þau Jóh­ann Páll Jóh­anns­son, fyr­ir Sam­fylk­ing­un­a, Gísl­i Rafn Ólafs­son, fyr­ir Pír­at­a, Guð­brand­ur Ein­ars­son hjá Við­reisn, Berg­þór Óla­son hjá Mið­flokkn­um og Orri Páll Jóh­anns­son hjá Vinstr­i græn­um.

Spurð­ur hver næst­u skref eru seg­ir Þór­ir að þau muni í dag skrif­a skýrsl­u til að af­hend­a lands­kjör­stjórn.

„Við skil­um okk­ar töl­um til lands­kjör­stjórn­ar og lands­kjör­stjórn get­ur ósk­að eft­ir skýrsl­u. Þau fá slík­a skýrsl­u frá okk­ur,“ seg­ir Þór­ir sem á­rétt­ar að um­boðs­menn flokk­ann­a geti ósk­að eft­ir skýrsl­um frá lands­kjör­stjórn.