Grunnskólakennarar felldu í gær nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga þegar tæplega þrír af hverjum fjórum félagsmönnum kusu að fella samninginn.

Stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og að hún komi verulega að óvart í samtali við mbl.is.

Aldís segir jafnframt að þau hafi talið að í samningnum fælist allt sem þau gátu boðið.

„Ef kenn­ar­ar telja sig þurfa að fá meira en all­ir aðrir hafa fengið, þá verður mjög snúið að ná lend­ingu um það,“ sagði hún að lokum við mbl.is.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, að niðurstaðan sé skýr, stór hópur kennara sé sammála því að samningurinn sé ekki nægilega góður í samtali við mbl.is.