Samtökin '78 skora á heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðisráðherra, Blóðbankann og ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu að tryggja að reglum verði breytt í samræmi við stefnu stjórnvalda er varða bann við mismunun.

Samkvæmt núgildandi reglum mega hinsegin karlmenn, þ.e. karlmenn sem hafa haft samfarir við aðra karlmenn, ekki gefa blóð. Regluna má rekja til Alnæmisfaraldursins þegar HIV-veiran dreifði sér um hinsegin samfélagið í Norður-Ameríku og svo víðar um allan heim. Þá settu flestar þjóðar í heiminum strangar reglur um að samkynhneigðir menn og aðrir karlmenn sem stunduðu kynlíf við aðra karlmenn mættu ekki gefa blóð.

„Mér líður eins og annars flokks að mega ekki gefa blóð, sem fullfrískur maður sem vill láta gott af mér leiða er þetta glatað!“

Þá mætti segja að fordómar og ranghugmyndir hafi oft ráðið för í mörgum umræðum um HIV og alnæmi. Snemma í faraldrinum, áður en almennilegar rannsóknir hófust á veirunni, var sjúkdómurinn kallaður GRID eða „gay-related immune deficiency“. Nokkrir prestar í Bandaríkjunum eins og Jerry Lamon Falwell gengu svo langt að lýsa því yfir að alnæmi væri refsing frá Guði fyrir „syndir samkynhneigðra manna“. Í dag er vitað að allir geta smitast af HIV veirunni og skiptir kynhneigð, þjóðerni eða aldur ekki neinu máli hvað varðar smit.

Ísland er eftirbátur í blóðgjafarmálum ásamt Króatíu, Malasíu, Slóveníu, Singapúr, Trínidad og Tóbagó og Ukraínu. Nær allar Evrópuþjóðir leyfa blóðgjöf með einhverjum takmörkunum en sums staðar eru karlmenn skikkaðir í tólf eða sex mánaða kynlífsbindindi. Danir leyfa karlmönnum sem sofa hjá karlmönnum að gefa blóð eftir fjögurra mánaða kynlífsbindindi. Sautján lönd, þar á meðal Ítalía, Rússland og Spánn, hafa engar takmarkanir varðandi blóðgjöf.

Ný stjórn Samtakanna '78. Þorbjörg Þorvaldsdóttir var kjörin formaður og þrjú kjörin í stjórn: Agnes Jónasdóttir, Ólafur Axel Kúld og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir. Áður voru Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir og Andrean Sigurgeirsson.
Mynd: Samtökin '78

„Mér finnst rökin ekki halda og það sé verið að gera mér upp kynhegðun út frá kynhneigð minni. Það ætti frekar að gera takmarkandi reglur út frá kynhegðun en ekki kynhneigð.“

Niðurlægjandi að krefjast skírlífistíma

Samtökin '78 segja að í þessum reglum felist gamalgrónir fordómar, þar sem kynlíf hinsegin karla er flokkað sem áhættuhegðun algjörlega óháð öðrum þáttum, t.d. sambandsstöðu. Eðlilegast væri að skima alla blóðgjafa fyrir áhættuhegðun í kynlífi.

Í vefkönnun Samtakanna ´78, sem framkvæmd var haustið 2020, kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti þeirra 140 einstaklinga sem tóku þátt í könnunni telja að hverfa þurfi frá þessum úreltu reglum sem viðhalda fordómum gagnvart þeim einstaklingum sem flokkast undir MSM.

Mikill meirihluti svarenda taldi hugmyndir um að krefja hinsegin karla um ákveðinn skírlífistíma fyrir blóðgjöf niðurlægjandi.

„Mér finnst rökin ekki halda og það sé verið að gera mér upp kynhegðun út frá kynhneigð minni. Það ætti frekar að gera takmarkandi reglur út frá kynhegðun en ekki kynhneigð,“ segir í ályktuninni.

Í vefkönnun Samtakanna ´78, sem framkvæmd var haustið 2020, kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti þeirra 140 einstaklinga sem tóku þátt í könnunni telja að hverfa þurfi frá þessum úreltu reglum.
Mynd: Samtökin '78
Mynd: Samtökin '78
Mynd: Samtökin '78