Dómstóll í Bretlandi komst fyrir skömmu að þeirri niðurstöðu að niðrandi ummæli þar sem vakinn er athygli að hárlosi karla sé kynbundin áreitni. Fréttamiðillinn Daily Mail greinir frá niðurstöðunni sem var nýlega birt í máli þar sem breskur rafvirki, maður að nafni Tony Finn, höfðaði mál gegn vinnuveitenda sínum vegna niðrandi ummæla sem yfirmaður Finns lét falla í garð Finns.

Í dómssal reyndu dómarar skipuðu réttinn að skera úr um það hvort ummælin hafi verið aðeins móðgandi í eðli sínu eða hvort að líta bæri á þau sem kynbundna áreitni. Í umfjöllun Daily Mail er þess getið að það hafi verið máli Finns til framdráttar að við dómarasætin sátu þrír karlar sem glímdu allir við hárlos, þeir hafi því veitt frásögn Finns skilningsríka áheyrn.

Niðurstaðan var síðan sú að væru kynbundin áreitni meðal annars vegna þess að hárloss og skalli sé algengara hjá körlum en konum.

Aðdragandi málsins var sá að eftir að Finn hafði leitað til stjórnenda fyrirtækisins og greint frá fúkyrðunum sem hann varð fyrir af hálfu yfirmanns síns hafi hann verið rekinn fyrir misferli í starfi. Tony Finn fann sig því knúinn til þess að lögsækja fyrrum vinnustað sinn fyrir kynbundna áreitni og fyrir að vera sagt upp með ólögmætum hætti. Dómurinn dæmdi honum, eins og fyrr segir, í vil og verður fyrrum vinnuveitendum hans gert að greiða honum bætur.