Kanadíski leikarinn Nick Cor­dero er látinn, 41 árs að aldri, eftir bar­áttu við fylgi­kvilla CO­VID-19. Nick var einna þekktastur fyrir leik sinn á Broa­dway og var hann til­nefndur til Tony-verð­launanna árið 2014 fyrir leik sinn í Bul­lets Over Broa­dway.

Cor­dero veiktist al­var­lega af CO­VID-19 í mars síðast­liðnum og var honum haldið sofandi um tíma. Læknar fjar­lægðu báða fót­leggi hans í apríl­mánuði en auk þess fékk hann al­var­lega lungna­sýkingu. Cor­dero hafði verið heilsu­hraustur áður en hann veiktist.

Eigin­kona hans, Amanda Kloots, greindi frá and­láti hans á Insta­gram-síðu sinni í gær­kvöldi en hún hafði talað opin­skátt um veikindi eigin­mannsins. Fjöl­margir sýndu hjónunum stuðning og var myllu­merkið #Wa­keUpNick á­berandi á sam­fé­lags­miðlum um tíma.

Nick var vakinn um miðjan maí­mánuð en við það til­efni sagði Amanda að hann væri enn mjög las­burða og ætti langt í land með að ná bata. „Lungun eru mjög skemmd og það er engu líkara en að hann hafi reykt stíft í 50 ár,“ sagði Amanda.

Nick, sem lék einnig í þáttum á borð við Law & or­der, Blue Bloods og Lily­hammer, lætur eftir sig eigin­konu og eins árs son.