Enn er óljóst hvort og hvenær framhald verður á áætlunarflugi portúgalska flugfélagsins Hi Fly fyrir Niceair milli Akureyrar og London vegna óvissu um heimildir til slíks flugs. Hins vegar verður flogið frá Akureyri til Tenerife í dag og til baka í fyrsta fluginu á vegum Niceair þangað.

Flug til og frá Kaupmannahöfn er áætlað á morgun.