Gallinn átti að lýsa sér þannig að bílanir tóku skyndilega af stað án viðvörunar. Alls voru 246 tilkynningar rannsakaðar en NHTSA þótti ekki ástæða til frekar rannsóknar. Að sögn stofnunarinnar er ástæðan í öllum tilvikum notandanum að kenna með vitlausum þrýstingi á inngjafarpedalann. „Það eru engar sannanir um bilun í inngjafarbúnaði Tesla bílanna í þessum tilvikum, né heldur rafmótorum eða bremsukerfum sem leitt gætu til svona óhappa,“ sagði NHTSA í fréttatilkynningu á föstudag.