Innlent

Neyt­endur verði af 104 tonnum af toll­frjálsum osti

Fé­lag at­vinnu­rek­enda gagn­rýnir harð­lega breytingar­til­lögur á tolla­lögum sem sam­þykktar voru á Al­þingi í gær.

Tollalögum var breytt á Alþingi við þinglok í gær. Fréttablaðið/Getty

Íslenskir neytendur verða af 104 tonnum af tollfrjálsum ostum frá Evrópusambandinu á þessu ári í kjölfar breytinga Alþingis á tollalögum sem samþykktar voru í nótt. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann gagnrýnir harðlega tillöguna, sem tók breytingum í atvinnuveganefnd að ósk ríkisstjórnarflokkanna.

Segir Ólafur að ákvörðunin sé „þjónkun ríkisstjórnarmeirihlutans“ við hagsmuni innlendra framleiðenda búvara. Í ljósi niðurstöðunnar gildi óbreytt ákvæði tollasamnings Íslands og ESB um að tollfrjáls innflutningskvóti sérosta taki gildi í áföngum á fjórum árum. Ólafur segir hins vegar að innleiðing sérostakvótans hafi verið þáttur í að vega upp á móti tollahækkunum á mjólkurvörum, þar með talið ostum. 

Liðkað hafi verið fyrir samþykkt búvörusamningunum árið 2016 með aukningu á sérostakvótanum upp á 230 tonn en þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar lagði það til. Til hafi staðið að það tæki gildi á sama tíma og samningarnir árið 2017. Það hafi ekki gerst hins vegar en samkvæmt frumvarpi landbúnaðarráðherra átti öll aukningin á tollkvóta fyrir sérosta að taka gildi á þessu ári.

Eftir aðra umræðu núverandi atvinnuveganefndar hafi kveðið við annan tón og fyrirætlanir um að aukningin tæki gildi á þessu ári og því næsta fallið á brott. Ólafur segir ákvörðunina þýða að íslenskir neytendur missi af 104 tonnum af tollfrjálsum ostum á þessu ári og tugum á næstu árum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

HM-hiti í Stór­moskunni: Á­fram Ís­land!

Innlent

Ras­istar nýta sér myndir af Ís­lendingum á HM

Innlent

Íslendingar hafa hagað sér vel á HM

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Jordan Peter­­son stefnir há­­skóla­­fólki fyrir róg­burð

Innlent

Sendir strákunum kveðju á CNN: „Við erum stolt af ykkur“

Innlent

ASÍ fordæmir afskipti forstjóra Hvals

Innlent

Reynt að fá við­ræður um skila­dag í hálft annað ár

Fréttir

Fleiri ný­nemar á fram­halds­skóla­stigi út­skrifast eftir fjögur ár

Innlent

Fimm teknir ölvaðir á bílum í nótt

Auglýsing