Innlent

Neyt­endur verði af 104 tonnum af toll­frjálsum osti

Fé­lag at­vinnu­rek­enda gagn­rýnir harð­lega breytingar­til­lögur á tolla­lögum sem sam­þykktar voru á Al­þingi í gær.

Tollalögum var breytt á Alþingi við þinglok í gær. Fréttablaðið/Getty

Íslenskir neytendur verða af 104 tonnum af tollfrjálsum ostum frá Evrópusambandinu á þessu ári í kjölfar breytinga Alþingis á tollalögum sem samþykktar voru í nótt. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann gagnrýnir harðlega tillöguna, sem tók breytingum í atvinnuveganefnd að ósk ríkisstjórnarflokkanna.

Segir Ólafur að ákvörðunin sé „þjónkun ríkisstjórnarmeirihlutans“ við hagsmuni innlendra framleiðenda búvara. Í ljósi niðurstöðunnar gildi óbreytt ákvæði tollasamnings Íslands og ESB um að tollfrjáls innflutningskvóti sérosta taki gildi í áföngum á fjórum árum. Ólafur segir hins vegar að innleiðing sérostakvótans hafi verið þáttur í að vega upp á móti tollahækkunum á mjólkurvörum, þar með talið ostum. 

Liðkað hafi verið fyrir samþykkt búvörusamningunum árið 2016 með aukningu á sérostakvótanum upp á 230 tonn en þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar lagði það til. Til hafi staðið að það tæki gildi á sama tíma og samningarnir árið 2017. Það hafi ekki gerst hins vegar en samkvæmt frumvarpi landbúnaðarráðherra átti öll aukningin á tollkvóta fyrir sérosta að taka gildi á þessu ári.

Eftir aðra umræðu núverandi atvinnuveganefndar hafi kveðið við annan tón og fyrirætlanir um að aukningin tæki gildi á þessu ári og því næsta fallið á brott. Ólafur segir ákvörðunina þýða að íslenskir neytendur missi af 104 tonnum af tollfrjálsum ostum á þessu ári og tugum á næstu árum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Píratar leggja fram frum­varp um nýja stjórnar­skrá

Innlent

Birtir ræðuna sem ekki mátti flytja á Alþingi

Innlent

„Marxísk“ stefna í heil­brigðis­málum

Auglýsing

Nýjast

Öldungar­deildar­þing­maðurinn Kamala Har­ris til­kynnir for­seta­fram­boð

Telja tíu af eftir sprengingu í flutninga­skipi á Svarta­hafi

Ísraelar réðust á írönsk skot­mörk í Sýr­landi

Fresta ekki Brexit né halda þjóðar­at­­kvæða­­greiðslu

Vonast til að ná til Julens á morgun

Ræddi tillögur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál

Auglýsing