Innlent

Neyt­endur verði af 104 tonnum af toll­frjálsum osti

Fé­lag at­vinnu­rek­enda gagn­rýnir harð­lega breytingar­til­lögur á tolla­lögum sem sam­þykktar voru á Al­þingi í gær.

Tollalögum var breytt á Alþingi við þinglok í gær. Fréttablaðið/Getty

Íslenskir neytendur verða af 104 tonnum af tollfrjálsum ostum frá Evrópusambandinu á þessu ári í kjölfar breytinga Alþingis á tollalögum sem samþykktar voru í nótt. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en hann gagnrýnir harðlega tillöguna, sem tók breytingum í atvinnuveganefnd að ósk ríkisstjórnarflokkanna.

Segir Ólafur að ákvörðunin sé „þjónkun ríkisstjórnarmeirihlutans“ við hagsmuni innlendra framleiðenda búvara. Í ljósi niðurstöðunnar gildi óbreytt ákvæði tollasamnings Íslands og ESB um að tollfrjáls innflutningskvóti sérosta taki gildi í áföngum á fjórum árum. Ólafur segir hins vegar að innleiðing sérostakvótans hafi verið þáttur í að vega upp á móti tollahækkunum á mjólkurvörum, þar með talið ostum. 

Liðkað hafi verið fyrir samþykkt búvörusamningunum árið 2016 með aukningu á sérostakvótanum upp á 230 tonn en þáverandi meirihluti atvinnuveganefndar lagði það til. Til hafi staðið að það tæki gildi á sama tíma og samningarnir árið 2017. Það hafi ekki gerst hins vegar en samkvæmt frumvarpi landbúnaðarráðherra átti öll aukningin á tollkvóta fyrir sérosta að taka gildi á þessu ári.

Eftir aðra umræðu núverandi atvinnuveganefndar hafi kveðið við annan tón og fyrirætlanir um að aukningin tæki gildi á þessu ári og því næsta fallið á brott. Ólafur segir ákvörðunina þýða að íslenskir neytendur missi af 104 tonnum af tollfrjálsum ostum á þessu ári og tugum á næstu árum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Kambarnir lokaðir á morgun vegna mal­bikunar

Innlent

Eldur kom upp í garðyrkjustöð nærri Flúðum

Innlent

Fyrsti þing­maðurinn til að kol­efnis­jafna ferða­lög sín

Auglýsing

Nýjast

Getur ekki á­byrgst að Trump hafi ekki notað rasísk um­mæli

Kaþólska kirkjan hylmdi yfir kyn­ferðis­brot 300 presta

Þurfa að vera skráðir fóður­salar til að selja hey til Noregs

Fúlir Íslendingar við lokaða Ölfusárbrú

Kvöld­mat­seðill eldri borgara vekur furðu og hneykslan

For­dæma „skammar­leg skrif“ Vík­verja

Auglýsing