Heil­brigðis­ráð­herra, Svan­dís Svavars­dóttir, mælti í gær á þingi fyrir frum­varpi þar sem sveitar­fé­lögum er veitt heimild til að reka neyslu­rými að fenginni heimild em­bættis land­læknis. Alls eru í fjár­lögum tryggðar 50 milljónir ís­lenskra króna til þessa verk­efnis.

Fram kemur í frétt á vef ráðu­neytis hennar að frum­varpið hafi einnig verið lagt fram í fyrra en sé nú endur­flutt með minni­háttar breytingum til að mæta þeim at­huga­semdum sem fram komu í um­fjöllun frum­varpsins í vel­ferðar­nefnd Al­þingis síðasta vetur.

Með frum­varpinu er því lögð til breyting á gildandi lögum sem felur í sér skýra laga­heimild til að stofna og reka neyslu­rými þar sem ein­stak­lingum verður heimilt að neyta á­vana- og fíkni­efna í æð að upp­fylltum skil­yrðum sem ráð­herra setur í reglu­gerð.

Neyslu­rými er skil­greint sem laga­lega verndað um­hverfi þar sem ein­staklingar 18 ára og eldri geta neytt á­vana- og fíkni­efna í æð undir eftir­liti starfs­manna við að­stæður þar sem gætt er fyllsta hrein­lætis, öryggis og sýkingar­varna. Mark­miðið með rýmunum er skaða­minnkun sem felst í því að draga úr heilsu­fars­legum, fé­lags­legum og efna­hags­legum af­leiðingum af notkun á­vana- og fíkni­efna án þess endi­lega að draga úr notkun þeirra.

„Skaða­minnkun gagnast ekki einungis not­endunum heldur einnig fjöl­skyldum þeirra, nær­sam­fé­lagi notandans og sam­fé­laginu í heild. Um leið og þessu úr­ræði er ætlað að auka lífs­gæði og bæta heilsu­far þeirra sem neyta á­vana- og fíkni­efna í æð er það einnig til þess fallið að draga úr neyslu þeirra utan­dyra og á al­manna­færi“ segir Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, í til­kynningu.

Á­form um setningu laga um neyslu­rými og drög að frum­varpi þar að lútandi voru í vikunni birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og einnig hefur verið haft sam­ráð við Lög­regluna á höfuð­borgar­svæðinu, em­bætti ríkis­sak­sóknara, Frú Ragn­heiði og Em­bætti land­læknis.

Hægt er að kynna sér málið nánar hér.