Samdráttur í neyslu á Íslandi var rúmlega sexfaldur miðað við Evrópu fyrsta árið sem Covid-19 faraldurinn gekk yfir. Það er þegar litið er til efnismagns á hvern íbúa.

Árið 2019 neytti meðal Íslendingur rétt rúmra 20 tonna af ýmiss konar efni. Þar af 8,5 tonna af steinefnum, 4,5 tonna af lífrænum efnum og 3,5 tonna af jarðefnum. Árið 2020 hrundi meðalneyslan niður í rétt rúm 15 tonn, samdráttur um heil 25 prósent.

Til samanburðar dróst meðalneyslan í Evrópu saman úr 14,2 tonnum í 13,6, eða um 4 prósent.

Samdráttur var í flestum Evrópulöndum en hvergi eins mikill og á Íslandi. Neysla jókst í Eystrasaltslöndunum, Rúmeníu, Möltu, Austurríki og Finnlandi. Neysla er einmitt mest í Finnlandi, heil 33 tonn á hvern íbúa. En minnst á Ítalíu, aðeins 7,7 tonn.