For­eldrar barns í Foss­vogs­skóla neyddust í síðustu viku til þess að flytja barn sitt úr skólanum, þar sem skóla­yfir­völdum mis­tókst að tryggja því öruggt hús­næði. Þetta kemur fram í bréfi Karls Óskars Þráins­sonar, formanns for­eldra­fé­lags Foss­vogs­skóla til for­eldra barna í skólanum, sem Frétta­blaðið hefur undir höndum.

Í bréfinu kemur fram að heilsa barnsins sé slæm eftir lang­varandi vist í raka­skemmdu skóla­hús­næði. Líkt og blaðið greindi frá fundust í sumar var­huga­verðar tegundir myglu sem þekktar eru fyrir að geta myndað sveppa­eitur­efni við sýna­töku í skólanum.

Í bréfi Karls Óskars kemur fram að fleiri börn í skólanum búi við veru­lega skert lífs­gæði vegna mengaðs skóla­hús­næðis. Öll börn sem gangi í skólann hafi verið út­sett fyrir sömu mengunarövldum til lengri eða skemri tíma.

„Þrátt fyr­ir fram­­kvæmd­ir síðast­liðinna tveggja skóla­ára eru börn enn að veikj­ast í skól­an­um. Stjórn for­eldra­­fé­lags­ins hef­ur fengið sér­­­fræðing hjá EFLU verk­­fræði­stofu í inni­vist og raka­­skemmd­um til ráð­gjaf­ar.
For­eldra­­fé­lagið hef­ur boðið borg­inni að kostnaðar­lausu að­komu þessa sér­­­fræðings í því skyni að styrkja sam­ráð og vekja traust á að­gerðum borg­ar­inn­ar. Er­ind­inu hef­ur enn ekki verið svarað, þrem­ur vik­um eft­ir fram­lagn­ingu þess,“ segir í bréfinu.