Margrét H. Kristinsdóttir var ellefu eða tólf ára gömul þegar hún var neydd í vist á barnaheimilinu á Hjalteyri. Barnaverndarnefnd bæjarins og félagsmálayfirvöld neyddu á heimilið án allra útskýringa.

Margrét var lokuð í kaldri kolakompu dögum saman án matar og drykkja, og beitt harkalegu ofbeldi.

Þetta kemur fram á fréttavef Vísis.

„Mér var óglatt og var sein fyrir og vildi ekki borða morgunmat. Þau hjónin tóku mig þá og hentu mér niður í litla kolakompu á neðri hæðinni. Þetta var köld kompa, án ljóss og þar var ég látin dúsa í tvo til þrjá sólahringa án matar eða drykkjar, sængur eða teppis. Ég fékk fötu til að gera þarfir mínar í. Þetta var hræðileg vist,“ segir Margrét í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2.