Há­skóli Ís­lands og Neyðar­línan hafa gert sam­starfs­samning um nám­skeið í Neyðar­svörun til að efla rann­sóknir og kennslu. Sam­kvæmt lögum snýr neyðar­svörun að því „að taka við til­kynningum um fólk, eignir og um­hverfi í neyð og beiðnum um að­stoð lög­reglu, slökkvi­liðs, björgunar­sveita og sjúkra­flutninga­liðs og aðra neyðar­að­stoð.“

Nám­skeiðið „Neyðar­svörun 112“ verður val­kvætt í grunn­námi við Fé­lags­ráð­gjafa­deild á Fé­lags­vísinda­sviði við Há­skóla Ís­land og hefst fyrsta nám­skeið vor 2022. Það verður í um­sjón Ragn­heiðar Her­geirs­dóttur aðjúnkt og kennara Neyðar­línunnar, Hjör­dísar Garðars­dóttur.

Há­skóli Ís­lands sér fyrir kennslu­hús­næði og um­sjónar­kennara en Neyðar­línan kostar kennslu kennara á nám­skeiðinu á­samt því að veita tíma í starfs­þjálfun. Einnig verður kannaður mögu­leiki á að sækja styrki til rann­sóknar á efninu.