Vegna verk­falls flug­virkja hjá Land­helgis­gæslunni blasir við að þyrlu­floti Land­helgis­gæslunnar stöðvist á næstu dögum. Í til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni kemur fram að um miðja næstu viku þurfi að fara fram reglu­bundin skoðun á einu starf­hæfu þyrlu stofnunarinnar og muni því starf­semi að fullu stöðvast.

Hin þyrla gæslunnar hefur ekki verið til taks frá því að verk­fallið hófst þann 5. nóvember þar sem vinna við skoðun sem þarf að fara á henni hefur legið niðri í verk­fallinu.

„Neyðar­á­stand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna ó­væntra bilana. Engin björgunar­þyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög al­var­legar af­leiðingar í för með sér,“ segir í til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni.

Úrræðu á þrotum

Georg Kr. Lárus­son, for­stjóri Land­helgis­gæslunnar segir úr­ræði Land­helgis­gæslunnar senn vera á þrotum.

„Á stjórn­endum Land­helgis­gæslunnar hvílir rík skylda til að halda ó­rofnum rekstri öryggis- og björgunar­tækja stofnunarinnar. Undan­farna daga höfum leitað allra leiða til að tryggja björgunar­getu Land­helgis­gæslu Ís­lands svo hægt sé að sinna neyðar­út­köllum. Það skiptir þjóðina máli að Land­helgis­gæslan hafi björgunar­þyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mann­skaði verður vegna þessa.“

Georg segir að það verði að hafa í huga að Land­helgis­gæslan sé ekki sjálf aðili að um­ræddri deilu heldur sé hún á milli Flug­virkja­fé­lags Ís­lands og samninga­nefndar ríkisins fyrir hönd fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

„Hlut­verk Land­helgis­gæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðar­til­fellum sem upp koma. Á­standið er þegar orðið graf­alvar­legt en ljóst er að neyðar­á­stand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks,“ segir Georg í til­kynningunni.

Undanþágubeiðnum ítrekað hafnað

Þar segir einnig að vinna við við­halds­skipu­lagningu hafi legið niður í verk­fallinu. Það hafi á­hrif á undir­búning skoðana, eftir­lit og frá­gang við­halds­ganga.

Í­trekuðum undan­þágu­beiðnum frá verk­falli vegna við­halds­skipu­lagningar hefur verið hafnað af Flug­virkja­fé­lagi Ís­lands.

Segir að það verði þó að hafa í huga að þótt það fengist undan­þága yrði það að­eins til að halda úti al­gerri lág­marks­neyðar­þjónustu.

„Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf til­tæk björgunar­þyrla og á­hrifa verk­fallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunar­þjónustu LHG,“ segir í til­kynningunni.

Hafi áhrif í vikur eða mánuði

Segir að auk stöðvunar þyrlu­flotans muni verk­fallið hafa önnur á­hrif næstu vikur og mánuði. Tak­mörkuð við­halds­vinna hafi farið fram síðustu tvær vikurnar á þyrlunum TF-EIR og TF-LIF vegna verk­fallsins. Auk þess sem þetta á­stand muni koma til með að seinka inn­leiðingu á leigu­þyrlu sem er væntan­leg í janúar. Þá er eftir­lits­flug­vél Land­helgis­gæslunnar ó­flug­hæf sem og flug­vél Isavia sem gæslan sinnir einnig við­haldi á.

Verk­fall flug­virkja hjá Land­helgis­gæslunni hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Land­helgis­gæslan hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja lág­marks neyðar­þjónustu og halda TF-GRO í flug­hæfu á­standi. Verk­efnum og æfingum hefur verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðar­til­fellum en ljóst er að slíkt á­stand getur ekki varað lengi. Á­hafnir fylgja stífri æfingar­á­ætlun í hverri viku sem nú hefur verið dregið veru­lega úr, þetta getur haft al­var­legar af­leiðingar fyrir björgunar­getu deildarinnar.