Við­bragðs­aðilar í­klæddir hlífðar­búnaði sáust færa lík­kistur niður í fjölda­gröf í New York-borg í gær. Þau látnu eru fórnar­lömb CO­VID-19 sjúk­dómsins í borginni sem annað hvort eiga enga nána að eða eiga ekki efni á út­för. Stað­setning grafarinnar er á Hart eyju.

Stað­setning grafarinnar er á Hart eyju og var yfir fjörutíu líkkistum komið fyrir þar í gær.

Mark D. Levine, for­maður heil­brigðis­nefndar í borginni, varaði við að komið gæti til þess að fjölda­grafir yrði grafnar í ein­hverjum af al­mennings­görðum New York-borgar síðast­liðinn mánu­dag.

Flest smit á heimsvísu

Borgin er nú það ríki þar sem flestir hafa greinst með veiruna á heims­vísu eða tæp­lega 160 þúsund manns, þar af smituðust tíu þúsund í gær. Sjúk­dómurinn hefur dregið yfir sjö þúsund manns til dauða en á síðast­liðnum sólar­hring létust 799 manns af völdum CO­VID-19 kóróna­veirunnar.

Andrew Cu­omo, ríkis­stjóri New York-borgar, telur far­aldurinn þó vera í rénum á svæðinu. Inn­lögnum á sjúkra­hús hefur fækkað milli daga en í síðustu viku fjölgaði til­fellum þess um 20 prósent dag hvern.

Fjörutíu kistum var staflað saman í einni gröf.
Fréttablaðið/Reuters