Borg­ar­yf­ir­völd í New York hafa grip­ið til þess ráðs að bjóð­a fólk­i 100 doll­ar­a, rúm­ar 12 þús­und krón­ur, fyr­ir að fara í ból­u­setn­ing­u gegn Co­vid-19 á ból­u­setn­ing­ar­stöðv­um sem rekn­ar eru af borg­inn­i.

Bill de Blas­i­on borg­ar­stjór­i greind­i frá þess­u á blað­a­mann­a­fund­i í dag.

Tæp­leg­a 60 prós­ent íbúa New York hafa feng­ið að minnst­a kost­i einn skammt ból­u­efn­is. Full­ból­u­sett­ir eru 54,4 prós­ent íbúa. Í­bú­ar borg­ar­inn­ar eru rúm­leg­a átta millj­ón­ir og búið er að gefa rétt tæpa tíu millj­ón skammt­a ból­u­efn­is.

Fjöld­i ból­u­settr­a er mest­ur á Man­hatt­an þar sem 71 prós­ent íbúa hef­ur feng­ið í það minnst­a einn skammt og 66 prós­ent eru full­ból­u­sett­ir. Lægst er hlut­fall­ið í Bronx, þar er helm­ing­ur íbúa bú­inn að fá einn skammt og 45 prós­ent eru full­ból­u­sett.

Hlut­fall ból­u­settr­a er afar mis­jafnt mill­i hverf­a borg­ar­inn­ar.
Fréttablaðið/AFP