Eldur hefur kviknað í Notre Dame kirkjunni í París. Notre Dame er ein elsta og þekktasta kirkja Parísar en hún var reist á árunum 1163 til 1345. Fólk á götum Parísar deilir myndböndum á Twitter og netverjar syrgja. Stjórnmálamenn um allan heim tjá sig um harmleikinn og skáld semja ljóð um stórbrunann.