Net­þrjótarnir sem réðust á Strætó í lok desember komust yfir upp­lýsingar úr Þjóð­skrá og kerfis­kenni­tölu­skrá, auk að­gangs að þeim kerfum og upp­lýsingum sem áður hefur verið upp­lýst um. Þetta kemur fram í til­kynningu frá strætó en þar segir að rann­sókn málsins sé loka­stigi.

Nánar til­tekið er um að ræða eftir­farandi upp­lýsingar:

  • Þjóð­skrá: þar sem finna má upp­lýsingar um ein­stak­linga sem eru eða hafa verið skráðir til lög­heimilis á Ís­landi og ís­lenska ríkis­borgara bú­setta er­lendis, þ.e. upp­lýsingar um nafn, kenni­tölu, kyn, lög­heimili, hjú­skapar­stöðu, fjöl­skyldu­númer, birtingar­nafn, af­drif (týndur eða látinn), og bann­merkingu auk nafns og kenni­tölu maka
  • Kerfis­kenni­tölu­skrá: þar sem finna má upp­lýsingar um ein­stak­linga sem eru eða hafa verið bú­settir á Ís­landi án lög­heimilis, þ.e. upp­lýsingar um nafn, kerfis­kenni­tölu, kyn, dvalar­stað, dag­setningu ný­skráningar, númer við­komandi í skránni og birtingar­nafn

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær komust á­rása­r­aðilarnir yfir yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn er tengjast aksturs­­þjónustu fatlaðs fólks og aldraðra sem Strætó hefur sinnt fyrir hönd til­­­greindra sveitar­­fé­laga á tíma­bilinu 2014-2021.

Eins og komið hefur fram, þá hafa á­rása­r­­aðilarnir krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka við­komandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra.

Í sam­ræmi við leið­beiningar net­­öryggis­sveitar Ís­lands mun Strætó ekki verða við þeim kröfum.

Per­­sónu­vernd hefur verið til­­kynnt um málið og hafa sveitar­­fé­lögin og Strætó verið í miklum sam­­skiptum við stofnunina vegna þessa og haldið henni upp­­­lýstri, segir í til­­­kynningu Strætó.