Net­þjónn Al­þingis liggur niðri sem veldur því að vefur Al­þingis er ekki að­gengi­legur. Þá er enginn texti eða nöfn með út­sendingunni af þing­fundi á Al­þingis­rásinni.

Þing­fundur er engu að síður í gangi.

Sam­kvæmt svörum frá skrif­stofu Al­þingis er verið að vinna í að koma net­þjóninum aftur í lag. Ekki fengust upplýsingar um hvað olli því að netþjóninn hrundi né hvenær hann kæmist aftur í lag.


Frétt uppfærð klukkan 13:37: Alþingisvefurinn er aðgengilegur að nýju en enn vantar texta og upplýsingar inn á útsendingu Alþingisrásarinnar.