Sjaldan eða aldrei hefur verið meira um að reynt sé að svíkja fé út úr Íslendingum í gegnum Internetið en nú í aðdraganda jóla.

Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Á Fréttavakt Hringbrautar í kvöld lýsir Breki hvernig margir tugir Íslendingar hafi fengið skilaboð undanfarið um að þeir eigi pakka eða sendingu. Margir gæti sín ekki. Afraksturinn geti orðið að hundruð þúsunda glatist.

Sjá brot úr þættinum að ofan.

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, lýsir á Fréttavaktinni miklum tilfinningum sem hafi skapast hjá úkraínsku flóttafólki sem boðið var á aðalæfingu hjá úkraínska balletnum sem kemur fram þessa dagana í Hörpu.