Það þarf ekki að koma á óvart að Bandaríkin voru efst með 76,25% en Ísland er til dæmis með jafn margar pantanir og Frakkland. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við fjölda pantana koma áhugaverðar tölur í ljós. Að sögn Elon Musk voru þegar komnar 250.000 forpantanir í bílinn við kynningu hans og sumar spár gera ráð fyrir að talan í dag geti verið allt að hálf milljón pantana. Það þýðir að eitthvað á milli 1.100 til 2.200 pantanir eru komnar í Cybertruck pallbílinn frá Íslandi. Tekið skal fram að auðvelt er að forpanta Tesla bíla á netinu og innborgun á Cybertruck er aðeins 15.000 kr samkvæmt einu íslenskum bifvélavirkja sem forpantað hefur bílinn. Auk þess er hægt að fá innborgunina endurgreidda hætti kaupandi við. Óhætt er þó að segja að áhuginn frá Íslandi sé fyrir hendi enda pallbílar ávallt verið vinsælir hérlendis. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar:

  1. Bandaríkin (76,25%)
  2. Kanada (10,43%)
  3. Ástralía (3,16%)
  4. Stóra-Bretland (1,39%)
  5. Noregur (1,11%)
  6. Þýskaland (1,05%)
  7. Svíþjóð (0,83%)
  8. Holland (0,67%)
  9. Frakkland (0,44%)
  10. Ísland (0,44%)