„Netglæpir voru vaxandi vandmál á Íslandi, eins og annars staðar, og þess sáust greinileg merki,“ segir í ársskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið í fyrra.

Segir í skýrslunni að „ógrynni“ netglæpamála hafi komið á borð lögreglunnar. „Var ýmsum ósvífnum brögðum beitt til þess að hafa fé af fólki. Svikahrappar voru á ferðinni öllum stundum og féllu margir í gildru þeirra, því miður. Ítrekað var varað við hvers kyns gylliboðum og fólk beðið að gæta að sér á netinu, enda leynast þar margar hætturnar,“ undirstrikar lögreglan.