Hæsti­réttur Banda­ríkjanna sneri í dag við dóma­for­dæmi Roe v Wade frá 1973 og endaði þar með tæp­lega fimm­tíu ára stjórnar­skrár­bundnum rétti Banda­ríkja­manna til þungunar­rofs. Búist er við því að um helmingur fylkja í Banda­ríkjunum muni banna þungunar­rof að hluta eða öllu leyti í kjöl­far á­lyktunarinnar.

Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði um allan heim og samfélagsmiðlar loga vegna málsins.