Japanska Net­flix- og glímu­stjarnan Hana Kimura er látin að­eins 22 ára að aldri. Kimura var vel þekkt glímu­kona og vakti at­hygli fyrir fram­komu sína í raun­veru­leika­þáttunum Terrace Hou­se sem sýndir voru á streymis­veitunni Net­flix.

Dánar­or­sök hefur enn ekki verið gefin upp en skömmu fyrir and­látið hafði Kimura birt fjölda færslna á sam­fé­lags­miðlum þar sem gefið var í skyn að hún hafi orðið fyrir netein­elti.

Nýjasta færsla hennar á Insta­gram var mynd af henni og kettinum hennar með undir­skriftinni „bless.“

Kimura þótti sína sannan baráttuanda í glímu sinni.
Fréttablaðið/Getty

Verðlaun fyrir baráttuanda

Kimura hafði unnið til verð­launa hjá Star­dom árið 2019 fyrir besta bar­áttu­andann eða „Fig­hting Spi­rit.“ Star­dom birti færslu á Twitter síðu sinni þar sem biðlað var til að­dá­enda að sýna nær­gætni og þakkaði fyrir stuðning á þessum erfiðu tímum.

Hún var einn sex þátt­tak­enda í japanska raun­veru­leika­þættinum Terrace hou­se sem var frestað tíma­bundið vegna CO­VID-19 far­aldursins. Í þættinum er fylgst með þremur konum og þremur körlum sem sem búa tíma­bundið saman undir sama þaki.