Nú stendur yfir netárás á Arion banka. Þetta segir Benedikt Gíslason bankastjóri í samtali við mbl.is.
Í kvöld hefur gætt erfiðleika við að greiða með greiðslukortum og að sögn Valitor var gerð netárás á fyrirtækið sem valdið hefur truflunum.
Benedikt segir að árásin hafi hafist upp úr níu í kvöld og á tímabili lágu bæði vefsíða og app Arion niðri en eru komin aftur í loftið.
Árásin hafi verið gerð til að valda truflunum á þjónustu en ekki til að verða sér úti um peninga og segir Benedikt allt kapp lagt á að hrinda árásinni.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Fréttablaðið/Ernir