Benj­a­min Net­an­y­ah­u, for­sæt­is­ráð­herr­a Ísra­els, seg­ir að á­rás­ir Ísra­els­hers gegn liðs­mönn­um Ham­as-sam­tak­ann­a á Gaza muni hald­a á­fram í ein­hvern tíma. Ekki verð­i dreg­ið úr kraft­i loft­á­rás­a á Gaza og mark­mið­ið sé að láta Ham­as „gjald­a dýru verð­i“ fyr­ir eld­flaug­a­á­rás­ir á Ísra­el.

Þett­a sagð­i for­sæt­is­ráð­herr­ann í sjón­varps­á­varp­i í dag. Til að sýna sam­stöð­un­a sem rík­ir í ísr­a­elsk­um stjórn­mál­um gagn­vart að­gerð­um gegn Ham­as var hon­um við hlið var pól­it­ísk­ur and­stæð­ing­ur hans, Benn­y Gantz.

Ísra­els­her gerð­i í dag hörð­ust­u á­rás­irn­ar á Gaza síð­an hann hóf að­gerð­ir þar á mán­u­dag. Þá lét­ust 26 Pal­est­ín­u­menn, þar af átta börn. Í gær jafn­að­i Ísra­els­her hús­næð­i fjöl­miðl­a á Gaza við jörð­u, þar sem finn­a mátt­i skrif­stof­ur AP-frétt­a­stof­unn­ar og Al Jaz­e­er­a. Ísra­el­ar vilj­a mein­a að Ham­asl­ið­ar hafi ver­ið í hús­in­u en hafa ekki fært nein­ar sönn­ur á því. For­svars­menn AP hafn­a því.

Net­an­y­ah­u sagð­i í við­tal­i við band­a­rísk­a frétt­a­þátt­inn Face the Nat­i­on í dag að Ham­as hafi ver­ið með að­stöð­u í hús­in­u þar sem skip­u­lagð­ar hafi ver­ið á­rás­ir á Ísra­el. Her­inn hafi deilt þeim upp­lýs­ing­um með Band­a­ríkj­a­mönn­um og haft lög­mæt­a á­stæð­u til að gera loft­á­rás á hús­næð­ið.

Í það minnst­a 188 Pal­est­ín­u­menn hafa lát­ist í á­rás­um Ísra­els­mann­a á und­an­far­inn­i viku. Þar af eru 55 börn og 33 kon­ur og eru 1.230 særð­ir. Átta hafa fall­ið í Ísra­el í eld­flaug­a­á­rás­um, þar af fimm ára gam­all dreng­ur.