For­seti Ísraels, Reu­ven Rivlin, hefur veitt Benja­min Netanyahu, nú­verandi for­sætis­ráð­herra Ísraels, stjórnar­myndunar­um­boð. Netanyahu hefur nú sex vikur til að mynda meiri­hluta stjórn en ef honum tekst það ekki gæti um­boðið farið til mót­herja hans í Blá-Hvíta-flokknum, Benny Gantz. Guardian greinir frá málinu.

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Netanyahu er gefið tæki­færi að mynda meiri­hluta­stjórn en honum tókst ekki að mynda stjórn eftir kosningarnar síðast­liðinn apríl. Niður­stöður kosninganna, sem fóru fram sau­tjánda septem­ber síðast­liðinn, eru mjög svipaðar kosninganna í apríl.

Saman hafa Likud og Blá-Hvíti-flokkurinn næg sæti til að mynda meirihlutastjórn.
Mynd/Kosninganefnd Ísraels

Þarf 61 sæti til að tryggja meiri­hluta

Áður en hann veitti for­sætis­ráð­herranum um­boðið hafði Rivlin hvatt Netanyahu og Gantz til að leggja á­greinings­mál sín á milli til hliðar en Gantz hefur lýst því yfir að hann muni ekki vinna með Netanyahu vegna spillinga­mála for­sætis­ráð­herrans.

Flokkur for­sætis­ráð­herrans, Likud, hlaut í kosningunum 32 sæti en Blá-Hvíti-flokkurinn, undir stjórn Benny Gantz, hlaut 33 sæti. Ef flokkarnir hefðu sam­þykkt að vinna saman hefðu þeir getað myndað 65 sæta meiri­hluta­stjórn en 61 sæti þarf fyrir meiri­hluta.