Ríkis­sak­sóknara­em­bættið í Ísrael hyggst á­kæra for­sætis­ráð­herra landsins, Benja­mín Netanja­hú, fyrir spillingu en hann er grunaður um mútu­þægni, fjár­svik og van­rækslu í starfi. Lög­mönnum Netanja­hú hefur verið til­kynnt um þetta en hann hafnar öllum á­sökunum. 

For­sætis­ráð­herrann hefur undan­farna mánuði verið til rann­sóknar yfir­valda en grunur er að hann hafi þegið gjafir frá þekktum auð­jöfrum og innt af hendi greiða gegn því að fá eitt­hvað í staðinn sjálfur. 

Netanja­hú segist raunar vera fórnar­lamb „norna­veiða“ vinstrisins í að­draganda þing­kosninga sem fram fara í landinu 9. apríl. Við­búið er að Likud, flokkur Netanja­hús, tryggi sér á­fram­haldandi stjórnar­setu í landinu.

Netanja­hú mun fá að koma fyrir dóm og skýra mál sitt, lík­legast eftir kosningarnar. Verði rökum hans hafnað er við­búið að málið fari fyrir dóm­stóla. Stjórnand­staðan í landinu hefur krafist þess að hann verði gerður brott­rækur úr em­bætti fari málið fyrir dóm­stóla.