Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkti í vikunni að veita Nesklúbbnum 27 milljóna styrk á næsta ári til standsetningar á nýrri æfingaaðstöðu klúbbsins.

Þar af á klúbburinn von á átján milljóna eingreiðslu en eftirstöðvunum, níu milljónum, verður dreift á tólf mánaða tímabil í 750 þúsund króna greiðslur.

Nesklúbburinn fagnaði fyrr á þessu ári 57 ára afmæli en klúbburinn er núna með æfingaaðstöðu á þriðju hæð á Eiðistorgi þar sem klúbbmeðlimir geta æft yfir

vetrartímann.