Innlent

Nem­endur við HR fagna brott­hvarfi Kristins lektors

Hópur nem­enda við Há­skólann í Reykja­vík hefur sent frá sér yfir­lýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst yfir við við­brögð skólans í máli lektorsins Kristins Sigur­jóns­sonar.

Nemendur við HR gera „þá kröfu til kennara að þeir beri virðingu fyrir nemendum af báðum kynjum“ og fagna brotthvarfi Kristins Sigurjónssonar.

Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík lýsir í yfirlýsingu yfir fullum stuðningi við því hvernig stjórnendur skólans hafa tekið á máli lektorsins Kristins Sigurjónssonar sem var gert að hætta störfum vegna ummæla sem hann læt falla um konur í Facebook-hópnum Karlmennskuspjallið.

Sjá einnig: Rektor segir HR ekki líða hatursorðræðu

„Nemendur í HR gera þá kröfu til kennara að þeir beri virðingu fyrir nemendum af báðum kynjum og að hægt sé að treysta því að allir hafi sömu stöðu þegar kemur að kennslu, einkunnum, aðstoð við nám og annað. Hatursorðræða gagnvart konum og öðrum á ekki að líðast í háskólastarfi,“ segir í yfirlýsingunni sem Sjöfn Óskarsdóttir, nemi við HR og varaformaður /sys/tra, félags kvenna við tölvunarfræðideild HR, sendi fjölmiðlum.

Sjá einnig: Brottrekinn lektor leggur til Hjallastefnuna á vinnustöðum

„Við viljum að sjónarmið nemenda komi fram og sem dæmi myndum ekki treysta okkur til að mæta í tíma og fá leiðsögn frá kennara sem hefði opinberlega birt hatursorðræðu gegn konum á hvaða vettvangi sem er.

Slík orðræða er ekki „almenn skoðun“ og fengi sem dæmi aldrei stuðning hér á landi ef svona væri talað um minnihlutahóp, t.d. vegna litarhafts. Það flokkast ekki undir málfrelsi að viðhafa hatursorðræðu gagnvart konum eða öðrum hópum.“

Nemendurnir lýsa mikilli ánægju með og fullum stuðningi viðbrögð HR í máli Kristins. „Við þökkum HR kærlega fyrir að bregðast skjótt við og fyrir að setja hagsmuni okkar nemenda í forgang.“

Undir yfirlýsinguna kvitta:

Sjöfn Óskarsdóttir, nemi við HR og varaformaður /sys/tra, félag kvenna við tölvunarfræðideild HR

S. Elín Vilbergsdóttir, nemi við HR og fjölmiðlafulltrúi /sys/tra

Laufey Inga Stefánsdóttir, nemi við HR og viðburðastjóri /sys/tra

Theodóra Líf Káradóttir, nemi við HR og ritari /sys/tra

Arna Rut Arnarsdóttir, nemi við HR og nýnemi /sys/tra

Petra Kristín Frantz, nemi við HR og gjaldkeri /sys/tra

Hugrún Hannesdóttir, nemi við HR og formaður /sys/tra

Edit Ómarsdóttir, nemi við HR

Arna Björg Jónasardóttir, nemi við HR

Grétar Örn Hjartarson, nemi við HR

Birkir Kárason, nemi við HR

Sigurður Sturla Bjarnarsson, nemi við HR

Katrín Elfa Arnarsdóttir, nemi við HR

Oddný Karen Arnardóttir, nemi við HR

Logi Steinn Ásgeirsson, nemi við HR

Róbert Elís Villalobos, nemi við HR

Lilja Ýr Guðmundsdóttir, nemi við HR

Erla Kristín Arnalds, nemi við HR

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Rektor segir HR ekki líða hatur­s­orð­ræðu

Innlent

Jón Steinar gætir hags­muna Kristins lektors gagn­vart HR

Pétur Gunnlaugsson, Kristinn Sigurjónsson, Útvarp Saga

Innlent

Mál­frelsi lektors varið af hörku á Út­varpi Sögu

Auglýsing

Nýjast

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Loka við Skóga­foss

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Auglýsing