Írski grunn­skóla­kennarinn Ashling Murp­hy var lögð til hinstu hvílu í gær þar sem nem­endur hennar röðuðu sér upp við götur þorpsins Mount­boulus, stóðu heiðurs­vörð og héldu á myndum af henni.

Móðir og systir Ashling við lík­bílinn sem bar kistu hennar.
Fréttablaðið/Getty

At­höfnin var til­finninga­þrungin enda var Ashling dáður kennari sem lést eftir að maður réðst á hana þar sem hún var að skokka í ná­grenni heima­bæjar síns Tullamor­e. Glæpurinn hefur vakið mikinn óhug á Ír­landi og heima­bæ hennar sem bæjar­full­trúi sagði „senni­lega öruggasta stað í heimi“.

Írski dóms­­­mála­ráð­herrann Helen McEntee tjáði sig um morðið í vikunni og sagði hug sinn vera hjá ættingjum Ashling eftir það sem hún sagði „sannar­­­lega sláandi glæp“.

Út­för Ashling fór fram í St. Brigid's kirkjunni. Götur í ná­grenni hennar voru fullar af fólki og var mínútu þögn í grunn­skólum landsins er jarða­förin fór fram. Hún hófst með tón­listar­at­riði frá Bally­boy Com­haltas Ceol­toiri Eireann en með­limir sveitarinnar eru kollegar og vinir Murp­hy sem sjálf var tón­listar­kona. Margir nem­endur hennar héldu einnig á fiðlum til að minnast hennar.

For­eldrar hennar, Raymond og Kat­hleen og syst­kini hennar Amy og C­at­hal á­samt kærastanum Ryan voru meðal þeirra sem sóttu jarða­förina. Auk þess komu þar saman fé­lagar hennar úr gelíska fót­bolta­liðinu sem hún var í og gamlir skóla­fé­lagar að því er segir í frétt The Sun.

Fiðlu­leikari úr Bally­­boy Com­haltas Ceol­toiri Eireann brestur í grát er spilað var til minningar um Ashling.
Fréttablaðið/Getty

Gripir til minningar um líf Ashling voru færðir að altari kirkjunnar - fiðla, fjöl­skyldu­mynd og mynd af henni.

„Þið hafið verið rænd ykkar dýr­mætustu gjöf“, sagði presturinn Michael Mea­de við at­höfnina. „Saman syrgjum við, saman biðjum við, saman þjáumst við - þetta er hið dýra verð sem við gjöldum fyrir ástina.“

Nem­endur úr bekk Ashling stóðu heiðurs­vörð.
Fréttablaðið/Getty

„Við komum saman sem ein fjöl­skylda til að vera hjá, til að styðja með bænum okkar og nær­veru okkar, þau sem ganga um dimman dal, þau sem finna fyrir miklum og sterkum sárs­auka. Kat­hleen og Ray, C­at­hal, Amy og kærasti hennar Ryan - þið hafið verið rænd ykkar dýr­mætustu gjöf - gjöf sem gaf að­eins gleði og ást, gleði og hlátur til margra utan fjöl­skyldunnar. Í dag þökkum við ein­fald­lega fyrir þau for­réttindi að hafa deild þessari yndis­legu gjöf sem Ashling Murp­hy var, í dag deilum við ást okkar, sorg okkar, trú okkar og stuðningi með fjöl­skyldunum Murp­hy og Leonard. Við ljúkum ferða­laginu með hryggð.“

Morðið á Ashling átti sér stað er hún skokkaði við síki í Tullamor­e. Ekkert bendir til þess að morðinginn hafi þekkt hana og glæpurinn virðist til­efnis­laus. Einn er í haldi grunaður um glæpinn og hefur lög­regla hald­lagt síma hans. Talið er að hann hafi farið frá Tullamor­e til höfuð­borgarinnar Dublin eftir á­rásina.

Mikill fjöldi fólks kom saman til minningar um Ashling.
Fréttablaðið/Getty