Kennsla var felld niður í Val­húsa­skóla, Grunn­skóla Sel­tjarnar­ness, í dag vegna nei­kvæðrar um­fjöllunar um skólann á bæjar­stjórnar­fundi síðast­liðinn mið­viku­dag. Á fundinum bað meiri­hluti bæjar­stjórnar nem­endur sem út­skrifuðust úr skólanum í vor, og for­eldra þeirra, af­sökunar á náms­mati skólans. Kennarar og stjórn­endur innan skólans segjast harma þann dóm sem pólitískir full­trúar á Sel­tjarnar­nesi hafa fellt yfir skólann.

Frek­lega vegið að kennurum

„Þessi um­fjöllun hefur haft þau á­hrif inni í skólann að kennurum og stjórn­endum finnst frek­lega að sér vegið og kennarar treysta sér ekki til að taka á móti nem­endum í dag,“ segir í til­kynningu skóla­stjórn­enda, sem send var á for­eldra nemanda í sjöunda til tíunda bekkjar í morgun.

For­eldrar tíundu bekkinga kvörtuðu til skólans, bæjar­yfir­valda og mennta­mála­ráðu­neytisins í vor vegna mikillar ó­á­nægju með náms­mat. Að mati for­eldra sátu börn þeirra ekki við sama borð og jafn­aldrar þeirra annars staðar. Í kjöl­farið var unnin greinar­gerð um náms­matið fyrir bæinn.

Fall­ein­kunn fyrir skólann

Í greinar­gerðinni kemur fram að for­eldrar hafi ekki verið nægi­lega upp­lýstir um náms­matið og að margt væri á­bóta­vant hvað varðaði upp­lýsinga­gjöf.

Á bæjar­stjórnar­fundi síðast­liðinn mið­viku­dag var fjallað um greinar­gerðina og sagðist meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokksins harma á­greining um náms­matið. Þá voru for­eldrar og tíundu bekkingar beðnir af­sökunar á því til­finninga­legu tjóni og ó­þægindum sem náms­matið hafði í för með sér. Bæjar­full­trúi Við­reisnar/Nes­lista sagði skólann hljóta fall­ein­kunn í greinar­gerðinni. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.