Nem­endum í fimmta til sjöunda bekk í Foss­vogs­skóla fara með rútu frá skólanum í Korpu­skóla þar sem kennsla fer fram. Til­lögur um til­högun skóla­starfs á næsta vetri voru sam­þykktar í borgar­ráði fyrr í sumar.

Fram­kvæmdir standa enn yfir við skólann en þar upp­götvuðust gríðar­legar myglu­skemmdir og var kennsla færð í Korpu­skóla í kjöl­farið.

Yngri bekkjum skólans verður kennt í Foss­vogs­skóla. Verið er að breyta tíu eininga byggingum í skóla­stofur með að­stoð teymis sér­fræðinga og verða þær settar þar sem bíla­stæði starfs­fólks er nú. Sam­kvæmt til­kynningu frá Reykja­víkur­borg er grenndar­kynning á loka­stigum og verið að ljúka öðrum skipu­lags­málum sem þessu tengjast. Fram­kvæmdir ganga vel að sögn borgarinnar.

Fyrsti bekkur mun hefja nám í hús­næði Frí­stundar í Út­landi. Vonast er til að hægt verði að færa kennslu í eininga­húsin um miðjan septem­ber. Skóla­sund verður á­fram í Laugar­dals­laug eins og verið hefur.

„Það er mikill hugur í okkar frá­bæra starfs­fólki og vilji allra stendur til þess að skóla­starfið verði eftir sem áður kröftugt og fjöl­breyti­legt þar sem þeim hæfni­við­miðum sem aðal­nám­skrá leggur til grund­vallar í námi verður mætt,” segir Ingi­björg Ýr Pálma­dóttir skóla­stjóri Foss­vogs­skóla.