Gert er ráð fyrir að kennslu­einingar fyrir nem­endur í Foss­vogs­skóla verði til­búnar til notkunar um miðjan septem­ber og munu nem­endur þá aftur flytjast heim í Foss­vogs­dal.

Þetta segir Eva Berg­þóra Guð­bergs­dóttir, teymis­stjóri sam­skipta­sviðs Reykja­víkur­borgar, í til­kynningu um stöðu fram­kvæmda við Foss­vogs­skóla í dag.
Kennsla nem­enda Foss­vogs­skóla í 2. til 4. bekk fer nú fram í Her­kastalanum, hús­næði Hjálp­ræðis­hersins við Suður­lands­braut, síðan skólinn byrjaði aftur eftir sumar­frí.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá ríkti mikil ó­á­nægja um þá á­kvörðun að flytja á kennslu nem­enda í kjallara­hús­næði Víkings­heimilisins. For­eldrar mót­mæltu því harð­lega og kröfðust annarra lausna.

Sjá einnig: Leggja loka­hönd á að­gerða­á­ætlun um við­hald

„Flutningur og uppsetning einingahúsa sem nýta á fyrir kennslu 1.- 4. bekkjar í Fossvogsskóla hefst samkvæmt áætlun á morgun 27. ágúst og segir að búast megi við umferð stórra flutningabíla í hverfinu á meðan á flutningum stendur,“ segir í tilkynningunni.

Öryggisstjóri mun vera á vinnusvæðinu á álagstímum og fyrirkomulag flutnings verður skipulagt til að valda sem minnstu raski fyrir nemendur og starfsmenn skólans.

Í einingahúsunum verða fimm kennslustofur, gangar með aðstöðu fyrir útiföt, salerni, sem og aðstaða fyrir kennara og annað starfsfólk. Teymi frá framleiðanda húsanna mun, ásamt þjónustuverktökum vinna með starfsfólki Reykjavíkurborgar við uppsetninguna til að tryggja að hún fari fram hratt og örugglega.